Vikið úr stjórn eftir banaslysið á Breiðamerkurjökli

Íshellir í Breiðamerkurjökli. Mynd úr safni.
Íshellir í Breiðamerkurjökli. Mynd úr safni. mbl.is/RAX

Félag fjallaleiðsögumanna á Íslandi hefur vikið ritara stjórnar félagsins, Mike Reid, úr stjórninni.

Er þetta gert í kjölfar banaslyssins sem varð á Breiðamerkurjökli á sunnudag. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef félagsins. Hún er svohljóðandi:

„Í ljósi atburða síðastliðinn sunnudag var haldinn stjórnarfundur mánudaginn 26. ágúst kl. 12.00. Sú ákvörðun var tekin að ritari stjórnar AIMG, Mike Reid hefur verið vikið úr stjórn ásamt störfum sínum sem leiðbeinandi hjá félaginu.“

Mike Reid er stofnandi fyrirtækisins Ice Pic Journeys.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert