Viljum ekki hafa fleiri geirfugla á samviskunni

Guðlaugur Þór ræddi við blaðamann mbl.is í dag.
Guðlaugur Þór ræddi við blaðamann mbl.is í dag. mbl.is/Árni Sæberg

„Við megum ekki raska líffræðilegum fjölbreytileika,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráherra, spurður út í áform erlendra aðila um að kaupa lóðir í Vatnsdal undir skógrækt.

Í Morgunblaði dagsins var greint frá því að fast­eigna­sal­ar hjá Eignamiðlun fast­eigna­sölu hefðu und­an­farið sett sig í sam­band við bænd­ur í Vatns­dal í Húna­vatns­sýslu og fal­ast eft­ir bújörðum til kaups fyr­ir hönd er­lendra aðila. Til­gang­ur­inn er að ráðast í skóg­rækt til kol­efnis­jöfn­un­ar.

Spurður hvernig þetta mál blasir við honum segir Guðlaugur að hann þekki ekki til þessa tiltekna máls en að ávallt þurfi að horfa til líffræðilegrar fjölbreytni.

„Líffræðilegur fjölbreytileiki er geirfuglinn“

„Það skiptir máli í þessum málum [...] að við verðum alltaf að vera með augun á líffræðilegri fjölbreytni og jafn góð og skógrækt er þá verður alltaf að taka tillit til þess að hún valdi ekki öðrum skaða. Og þá er ég sérstaklega að vísa til þess að við erum hérna með fuglalíf og ýmsar náttúruminjar sem við þurfum að horfa til,“ segir Guðlaugur.

Er ástæða til þess að ríkið setji einhvers konar skorður á jarðarkaup sem þessi, þar sem erlendir aðilar kaupa jarðir með áform um framkvæmdir sem gætu haft áhrif á umhverfið?

„Aðalatriðið er þetta að alveg sama hvort aðilinn sé innlendur eða erlendur, við megum ekki raska líffræðilegum fjölbreytileika. Líffræðilegur fjölbreytileiki er geirfuglinn og við erum með hann á samviskunni og við viljum ekki hafa meira af slíku á samviskunni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert