581 einstaklingi vísað frá

Lögreglan á Suðurnesjum hefur vísað frá 581 einstaklingi á ytri …
Lögreglan á Suðurnesjum hefur vísað frá 581 einstaklingi á ytri og innri landamærum Íslands í Leifsstöð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á Suðurnesjum hefur frá ársbyrjun vísað frá 581 einstaklingi á ytri og innri landamærum Íslands í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. 

Fjöldi frávísana á árinu hefur þegar náð sama fjölda frávísana fyrir allt árið 2023, sem voru 439 talsins. Til samanburðar voru frávísanir á Keflavíkurflugvelli á árunum 2010 til 2022 alls 620.

Afrakstur áherslubreytinga um aukið eftirlit

Frávísanir eru framkvæmdar á grundvelli laga um útlendinga, sem veita lögreglu heimild til að vísa útlendingum frá landi ef þeir uppfylla ekki skilyrði um ferðaheimildir, geta ekki leitt líkum að þeim tilgangi sem gefin er upp fyrir dvölinni, hafa ekki nægileg fjárráð til dvalar og heimferðar, eða ef það er nauðsynlegt vegna allsherjarreglu, þjóðaröryggis eða almannaöryggis.

Er aukning frávísana fyrst og fremst afrakstur áherslubreytinga hjá embættinu um aukið eftirlit á landamærunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka