Bárðarbunga skelfur tíu árum frá eldgosinu

Bárðarbunga í Vatnajökli.
Bárðarbunga í Vatnajökli. Ljósmynd/Þórður Arnar Þórðarson

Alls hafa um tuttugu skjálftar mælst við Bárðarbungu síðastliðinn sólarhring.

„Það koma skjálftar þarna af og til, þetta er ekkert nýtt hjá okkur,“ segir Böðvar Sveinsson náttúruvársérfræðingur.

Skjálftarnir hafa verið frekar litlir og eru upptök þeirra á miklu dýpi. Mældist sá stærsti 1,2 að stærð.

Böðvar útskýrir að skjálftarnir séu staðsettir aðeins austan við Bárðarbungu, en ekki alveg í Bárðarbunguöskju.

Sjá enga eldgosaóróa

„Við vitum ekki nákvæmlega hvað þetta segir okkur akkúrat núna, en þetta kemur alltaf reglulega á þessu svæði,“ segir Böðvar. 

„Við sjáum enga eldgosaóróa eða neitt svoleiðis, þetta er ekkert þannig,“ bætir hann við. 

Í dag eru liðin tíu ár frá því að eldgos hófst í Holuhrauni þann 29. ágúst 2014. Gosið hófst með 1.500 metra sprungu og hraunstreymi sem náði allt að 300 rúmmetrum á sekúndu. Áður en eldgosið byrjaði var mikil skjálftahrina í Bárðarbungu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert