Eldur kviknaði á tveimur stöðum í Kópavogi

Slökkviliðsmaður slekkur eld í ruslatunnunum.
Slökkviliðsmaður slekkur eld í ruslatunnunum. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í tvö útköll í Kópavog í nótt eftir að eldur kom upp í gám og ruslatunnum.

Fyrst kviknaði eldur í gámi í Smárahverfinu upp úr klukkan eitt. Seinni eldurinn kom upp í ruslatunnum við skóla á Digranesvegi. Einnig kviknaði þar í girðingu sem var búið að reisa í kringum tunnurnar.

Vel gekk að slökkva eldinn en ekki er vitað um eldsupptök, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka