Lögreglustjórinn á Austurlandi hefur lagt inn kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum sem er grunaður um að hafa orðið hjónum að bana í Neskaupstað en gæsluvarðhald yfir manninum rennur út á morgun.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Austurlandi.
„Þá hefur að kröfu lögreglustjórans á Austurlandi verið farið fram á geðrannsókn á hinum grunaða. Á hana var fallist af dómstólum,“segir í tilkynningunni.
Fram kemur að rannsókn málsins miðar vel. Enn sé unnið að gagnaöflun og hverskonar úrvinnslu, sem á rafrænum gögnum og gögnum af vettvangi. Sú vinna mun taka tíma.