Fimm af sex bílum komnir í leitirnar

Ljósmynd/Colourbox

Einn bíll er ófundin af þeim sex sem stolið var úr höfuðstöðvum Heklu í fyrrinótt. Þetta segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, í samtali við mbl.is.

Tveir bílar fundust síðdegis í gær og þrír í morgun en bílarnir sem stolið var boru bæði í eigu fyrirtækisins og viðskiptavina þess.

„Það er búið að finna fimm bíla en einn er ófundinn,“ segir Friðbert við mbl.is. Hann segir að bílarnir hafi fundist í götum nálægt Heklu umboðinu sem við Laugaveg 174.

Friðbert telur að bílarnir séu flestir óskemmdir en þó gætu verið minniháttar skemmdum á einhverjum þeirra en skoðun á þeim stendur yfir.

Bílaumboðið Hekla er við Laugaveg 174.
Bílaumboðið Hekla er við Laugaveg 174.

Stuldurinn kom í ljós þegar bílarnir áttu að fara í þjónustu en fundust ekki á svæðinu en um var að ræða tvær bifreiðar af gerðinni Volkswagen, þrjár Skoda bifreiðar og ein Audi bifreið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert