Grugg í vatnsbólinu á Hallormsstað

Húsmæðraskólinn Hallormsstað.
Húsmæðraskólinn Hallormsstað. mbl.is/Sigurður Bogi

Vart hefur orðið við óhreinindi í vatnsbólinu á Hallormsstað. Starfsmenn HEF veitna eru að kanna aðstæður og ákveða næstu skref.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef HEF veitna en þar segir að gera megi ráð fyrir að vatn sé örveirumengað og eru notendur því beðnir um sjóða drykkjarvatn þar til annað verður verður tilkynnt.

Til stóð að skola lagnir eftir hádegið í dag og má þá búast við að vatnsþrýstingur minnki tímabundið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert