Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir föstudag og laugardag vegna mikillar rigningar. Er viðvörunin í gildi fyrir Faxaflóa, Beiðafjörð og Vestfirði.
Viðvörunin tekur gildi klukkan 6 í fyrramálið og gildir til klukkan 21 á laugardagskvöld.
Búast má við auknu afrennsi og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum og getur valdið tjóni og raskað samgöngum.
Einnig er aukið álag á fráveitukerfi. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og einnig að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón.