Kynjaskipt sána kostnaðarsamari

Breiðholtslaug.
Breiðholtslaug. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Fastagestir Breiðholtslaugar hafa kvartað yfir því að búið sé að taka hurðir úr dyragötum inn að sturtu- og hvíldarherbergjum við sánuklefa laugarinnar. Ekki sé lengur heimilt að vera nakinn í gufubaði og búið sé að fjarlægja sápur við sturtur klefanna.

Í svari við fyrirspurn blaðsins um hvers vegna klefarnir séu ekki lengur kynjaskiptir segir Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar að það fari eftir aðstöðu á hverjum stað, stundum séu gufuböðin kynjaskipt og stundum ekki.

„Í Breiðholtslaug er kynjaskipt þurrgufa. Eina breytingin er að það er búið að bæta við skyldu um að vera í sundfatnaði svo að starfsfólk óháð kyni geti sinnt öryggiseftirliti og þrifum sem bætir hreinlæti og endingartíma gufunnar. Sumir viðskiptavinir vilja frekar kynjaskiptar gufur á meðan aðrir vilja gufur fyrri öll kyn,“ segir Eva í svarinu.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert