Óþarfi að sjóða drykkjarvatn

Frá Hallormsstaðarskógi.
Frá Hallormsstaðarskógi. Sigurður Aðalsteinsson

Eftir skoðun og prófanir í dag er það mat HEF veitna og heilbrigðisstofnunnar Austurlands að ekki sé lengur nauðsynlegt að sjóða drykkjarvatn í Hallormsstað.

HEF veitur sendu frá sér tilkynningu fyrr í dag þar sem greint var frá því að vart hefði orðið vit óhreinindi í vatnsbólinu á Hallormsstað og voru notendur beðnir um sjóða drykkjarvatn þar til annað yrði tilkynnt.

Í uppfærðri tilkynningu kemur fram að við prófanir hafi leitt í ljós að gæði vatnsins reynist fullnægjandi og að vatnslýsingabúnaður væri í fullri virkni.

Því er ekki þörf á að sjóða drykkjarvatn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert