Pétur Jökull dæmdur í átta ára fangelsi

Pétur Jökull Jónasson.
Pétur Jökull Jónasson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Pétur Jökul Jónasson í átta ára fangelsi fyrir aðild hans að stóra kókaínmálinu.

Þetta staðfestir Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, saksóknari í málinu, við mbl.is.

„Þetta er í samræmi við þær kröfur sem var lagt upp með,“ segir hún um niðurstöðuna. „Hann var sakfelldur samkvæmt ákæru.“

Aðalmeðferð í málinu lauk um miðjan þennan mánuð.  Saksóknari fór fram á að Pétur Jökull yrði dæmdur í að minnsta kosti sex og hálfs árs fangelsi.

Hann var sakaður um til­raun til stór­fellds fíkni­efna­laga­brots með því að hafa, ásamt fjór­um öðrum, reynt að smygla tæp­lega 100 kg af kókaíni til lands­ins frá Bras­il­íu. Efn­in voru fal­in í trjá­drumb­um og voru gerð upp­tæk í Rotter­dam í Hollandi og gervi­efn­um komið fyr­ir í staðinn.

Í nóv­em­ber voru Birg­ir Hall­dórs­son, Páll Jóns­son, Jó­hann­es Páll Durr og Daði Björns­son dæmd­ir í fimm til níu ára fang­elsi í Lands­rétti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert