Samhæfingarstöðin víkur fyrir fangelsinu

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

„Aukinn kostnaður við fangelsi á Stóra-Hrauni mun fresta byggingu höfuðstöðva viðbragðsaðila sem til stóð að byggja á lóð við Kleppsspítala,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra þegar hún svarar fyrir það hvers vegna kostnaðaráætlun nýs öryggisfangelsis hefur hækkað úr 7 milljörðum í 14 milljarða króna.

„Þetta var ófullnægjandi áætlun í upphafi sem miðaði við að endurbæta fangelsið á Litla-Hrauni fyrir 87 fanga. Eftir ítarlega þarfagreiningu hefur nú verið ákveðið að byggja nýtt fangelsi frá grunni, fyrir 100 fanga með möguleika á stækkun, og til þess að sá möguleiki sé fyrir hendi þarf að flytja fangelsið og byggja nýtt fangelsi á Stóra-Hrauni,“ sagði Guðrún eftir ríkisstjórnarfund á Sauðárkróki í gær.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert