Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur verið kölluð út til aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í Safamýri.
Þetta staðfestir Helena Rós Sturludóttir, upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra, í samtali við mbl.is.
Vísir greindi frá fyrst og í þeirra umfjöllun kemur fram að samkvæmt sjónarvotti hafi maður ráðist að öðrum manni með hníf eftir orðaskipti.
Þorsteinn Gunnarsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við mbl.is að sjúkrabíll hafi verið sendur í Safamýri í kringum klukkan 19 til að hlúa að manni eftir hnífaárás.
Áverkar voru minniháttar, að sögn Þorsteins.
Fréttin hefur verið uppfærð.