Þóra Sigurþórsdóttir bæjarlistamaður Mosfellsbæjar

Leirlistakonan Þóra Sigurþórsdóttir var útnefnd bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2024.
Leirlistakonan Þóra Sigurþórsdóttir var útnefnd bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2024. Ljósmynd/Aðsend

Leirlistakonan Þóra Sigurþórsdóttir var útnefnd bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2024 í dag við setningu bæjarhátíðarinnar Í túninu heima í Mosfellsbæ. 

Menningar- og lýðræðisnefnd Mosfellsbæjar sér um val bæjarlistamanns ár hvert og veitti Hrafnhildur Gísladóttir, formaður nefndarinnar, Þóru verðlaunagrip eftir listakonuna Ingu Elínu, ásamt viðurkenningarfé sem fylgir nafnbótinni.

Notar hrosshár og kindhorn 

Þóra stundaði nám við Myndlistarskóla Reykjavíkur og lauk prófi frá leirlistardeild Myndlistar- og handíðaskóla Íslands árið 1989. Að loknu námi opnaði hún vinnustofu í Álafosskvos og tók mikinn þátt í því fjölskrúðuga listalífi sem blómgaðist næstu árin í kvosinni.

Þóra vinnur jafnt nytjahluti sem skúlptúra og nýtir þó nokkur efnivið í listsköpun sinni, til dæmis leir, járn, hrosshár og kindahorn. Hún hefur verið með fjölmargar sýningar bæði hérlendis og erlendis. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka