Almenni lífeyrissjóðurinn hefur samið við íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Justikal um að nýta rafræna lausn Justikal við innheimtuferli hjá sjóðnum.
Alþingi hefur samþykkt frumvarp dómsmálaráðherra um ýmsar breytingar á lögum um meðferð einkamála sem tóku gildi 1.júlí síðastliðinn.
Markmið lagabreytinganna var að einfalda réttarvörslukerfið og gera það notendavænna, auk þess að stuðla að jákvæðum umhverfisáhrifum. Breytingarnar skapa forsendur fyrir minni ferðalögum og minni notkun pappírs.
Þá var lögum um gjaldþrotaskipti einnig breytt, sem gerir nú ráð fyrir að kröfulýsingar í þrotabú séu sendar með stafrænum hætti.