Dómari telur að Daði hafi logið

Pétur Jökull Jónasson í Héraðsdómi Reykjavíkur er aðalmeðferð málsins fór …
Pétur Jökull Jónasson í Héraðsdómi Reykjavíkur er aðalmeðferð málsins fór fram fyrir tveimur vikum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Héraðsdóm­ari tel­ur framb­urð Daða Björns­son­ar fyr­ir dómi í mál­inu gegn Pétri Jökli Jónas­syni hafa verið ótrú­verðugan og ekki í nægj­an­legu sam­ræmi við gögn máls­ins. Pét­ur Jök­ull var dæmd­ur í átta ára fang­elsi fyr­ir aðild sína að stóra kókaín­mál­inu í gær.

Fyr­ir tveim­ur vik­um lauk aðalmeðferð í mál­inu og báru þá vitni menn­irn­ir fjór­ir sem hafa þegar verið dæmd­ir fyr­ir aðild sína að inn­flutn­ingi tæp­lega 100 kg af kókaíni til lands­ins. Þeir vildu lítið segja. Annaðhvort sögðust þeir ekki þekkja Pét­ur eða hann ekki tengj­ast mál­inu.

Daði, sem meðhöndlaði efn­in hér á landi, sagðist í skýrslu­töku lög­reglu hafa verið í sam­skipt­um við ein­hvern stór­gerðan, þrek­inn og ljós­hærðan Pét­ur sem klædd­ist stund­um jakka merkt­um Stone Is­land. Í skýrslu­töku í dómsal neitaði Daði að Pét­ur Jök­ull væri sami Pét­ur. Spurður hvort hann óttaðist ein­hvern í tengsl­um við málið svaraði Daði neit­andi.

Staða Daða viðkvæm

Í dómi Héraðsdóms Reykja­vík­ur seg­ir að við sönn­un­ar­matið í álíka mál­um sé nauðsyn­legt að setja at­vikaröðina í sam­hengi við það sem al­kunn­ugt er í al­mennu til­liti um slíka brot­a­starf­semi.

„Al­kunn­ugt [er] að brot­a­starf­semi af fyrr­greind­um toga á það til að lit­ast af und­ir­liggj­andi ógn eða þrýst­ingi af marg­vís­leg­um toga frá sam­verka­mönn­um, þekkt­um sem óþekkt­um, og/​eða öðrum þeim tengd­um. Jafn­framt, út frá hinu sama, að það geti meðal ann­ars haft nei­kvæð eða hamlandi áhrif á ein­stak­linga sem standa frammi fyr­ir því að þurfa að gefa skýrsl­ur und­ir meðferð slíkra mála í rétt­ar­vörslu­kerf­inu.“

Þá seg­ir að líta beri á nú­ver­andi stöðu Daða.

„Er al­veg ljóst, þegar farið er yfir málið heild­stætt, að B [Daði] var frá upp­hafi und­ir aðra sett­ur og laut ut­anaðkom­andi boðvaldi við framn­ingu brots­ins. Eru því mikl­ar lík­ur á því að nú­ver­andi staða hans sé viðkvæm og hann hafi um langt skeið verið út­sett­ur fyr­ir ut­anaðkom­andi þrýst­ingi eða að veru­leg hætta hafi verið á slíku eða öðrum álíka eft­ir­mál­um. Mátti þannig í raun aldrei bú­ast við því að hann myndi bera sak­ir á ákærða með bein­um hætti við skýrslu­gjöf hjá lög­reglu og fyr­ir dómi.“

Daði Björnsson og Páll Jónsson.
Daði Björns­son og Páll Jóns­son. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Aðalmaður í brot­inu“

Í dóm­in­um er farið yfir öll þau gögn sem bendla Pét­ur Jök­ul við málið m.a. síma­gögn, radd­grein­ing og ferðalög Pét­urs árið 2022.

„Að öllu þessu virtu er það mat dóms­ins að hafið sé yfir skyn­sam­leg­an vafa að ákærði hafi verið um­rædd­ur sam­verkamaður, eins og brot­inu er lýst í ákæru.“

Þá seg­ir í dóm­in­um að Pét­ur Jök­ull hafi haft það hlut­verk að stýra nauðsyn­leg­um ráðstöf­un­um sem hverfðust um mót­töku og meðferð efn­anna hér á landi. 

„Er því jafn­framt skýrt að ákærða var ljóst að hann var hluti af hópi og að all­ir í hópn­um hefðu hlut­verki að gegna við inn­flutn­ing­inn. Ákærði var því í laga­legri merk­ingu aðalmaður í brot­inu og jafn­framt sam­verkamaður hinna fjög­urra dóm­felldu.“

Hættu rann­sókn á hend­ur Guðlaugi, Hall­dóri og Sverri Þór

Minnst er sér­stak­lega á að ekki sé hægt að líta til ým­issa atriða sem tengj­ast Guðlaugi Agn­ari Guðmunds­syni og Hall­dóri Mar­geiri Ólafs­syni, sem hlutu þunga dóma í salt­dreifara­mál­inu, og Sverri Þór Gunn­ars­syni, Svedda tönn, við sönn­un­ar­mat máls­ins.

Lög­reglu­full­trúi sagði fyr­ir dómi að upp­haf rann­sókn­ar stóra kókaín­máls­ins mætti rekja til sam­skipta Guðlaugs og Hall­dórs á EncroChat þar sem þeir virt­ust ræða sam­an um inn­flutn­ing fíkni­efna til lands­ins í timb­ursend­ingu frá Bras­il­íu.

Við meðferð máls þessa hjá ákæru­vald­inu, sam­hliða út­gáfu ákæru á hend­ur ákærða, var ákveðið að lög­regla skyldi hætta rann­sókn máls­ins á hend­ur Guðlaugs, Hall­dórs og Sverr­is.

Seg­ir í dóm­in­um að sögn ákæru­valds­ins var sú ákvörðun tek­in með þeim al­menna fyr­ir­vara að rann­sókn­in yrði tek­in upp að nýju ef ný sak­ar­gögn kæmu fram á síðari stig­um.

Nokk­urn saka­fer­il að baki

Við ákvörðun refs­ing­ar horfði dóm­ari til þess að hinn 45 ára gamli Pét­ur Jök­ull á nokk­urn saka­fer­il að baki frá ár­inu 2007.

Hann hef­ur áður verið dæmd­ur fyr­ir stór­fellt fíkni­efna­brot og þá síðast var hon­um árið 2019 meðal ann­ars gert að greiða sekt vegna um­ferðarlaga­brota og varslna á fíkni­efn­um.

Pétur Jökull er 45 ára gamall.
Pét­ur Jök­ull er 45 ára gam­all. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Til refsiþyng­ing­ar var horft til þess að um var að ræða mikið magn sterkra fíkni­efna sem voru ætluð til sölu og dreif­ing­ar, og að brotið var skipu­lagt til þaula.

„Þá var þátt­ur ákærða mik­ill í brot­inu, ásetn­ings­stig hans var hátt og hann var frem­ur ósam­vinnuþýður und­ir rann­sókn máls­ins.“

Í dóm­in­um seg­ir að Pét­ur Jök­ull eigi sér eng­ar máls­bæt­ur aðrar en að hafa gefið sig að lok­um upp við lög­reglu með því að koma á eig­in veg­um til lands­ins.

Pét­ur Jök­ull var því dæmd­ur í átta ára fang­elsi. Hann hef­ur setið í gæslu­v­arðhaldi síðan í fe­brú­ar og er sá tími dreg­inn frá.

Þá skal Pét­ur Jök­ull greiða sam­tals 10.257.709 krón­ur í sak­ar­kostnað til rík­is­sjóðs.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert