Fluttur á Hólmheiði af öryggisástæðum

Fangelsið á Hólmsheiði.
Fangelsið á Hólmsheiði.

16 ára piltur sem er grunaður um að hafa stungið þrjú ungmenni með hnífi við Skúlagötu í Reykjavík á laugardagkvöldið var í morgun fluttur frá Stuðlum í fangelsið á Hólmsheiði.

RÚV greindi fyrst frá en þar segir að pilturinn hafði verið færður frá Stuðlum, sem er bráðaúrræði fyrr börn og unglinga, til að tryggja öryggi hans eftir að honum hafi borist líflátshótanir.

Eftir að pilturinn var handtekinn og síðar úrskurðaður í gæsluvarðhald var hann í einangrun í fangelsinu á Hólmsheiði í tvo daga en var síðan fluttur á Stuðla.

Páll Winkel fangelsismálastjóri segir í samtali við mbl.is að börn séu ekki vistuð í fangelsi undir neinum kringumstæðum nema það sé í samræmi við hagsmuni barnsins og það sé undantekningarlaus regla.

Sá grunaði var í morgun fluttur frá Stuðlum í fangelsið …
Sá grunaði var í morgun fluttur frá Stuðlum í fangelsið á Hólmsheiði. mbl.is/Ólafur Árdal

Fram kom í tilkynningu frá lögreglunni í dag að pilturinn, sem er 16 ára gamall, hafi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag verið úrskurðaður í áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald til 26. september á grund­velli al­manna­hags­muna.

Hann er grunaður um að hafa stungið þrjú ung­menni, tvær stúlkur og einn pilt, með hnífi, en önnur stúlknanna slasaðist mjög al­var­lega og er enn í lífs­hættu.

„Við þurfum að passa þegar við erum með börn á okkar vegum að vinna í samræmi við lög og reglur þannig að vistin sé eins lítið þungbær og mögulegt er. Við notum ekki einangrunarklefa heldur geta þá börnin verið meðal annars í heimsóknaríbúð eða á öðrum stöðum í fangelsinu,“ segir Páll Winkel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert