Gul viðvörun tók gildi í morgun

Viðvörunin verður í gildi þangað til annað kvöld.
Viðvörunin verður í gildi þangað til annað kvöld. Kort/Veðurstofa Íslands

Gul viðvörun tók í morgun gildi á Faxaflóa, Breiðafirði og á Vestfjörðum. Talsverð eða mikil rigning verður á Snæfellsnesi. Búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum og getur valdið tjóni og raskað samgöngum.

Einnig er aukið álag á fráveitukerfi. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og einnig að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón.

Einnig geta verið snarpir vindstrengir við fjöll vestanlands og á Norðurlandi.

Viðvörunin er í gildi til klukkan 21 annað kvöld.

Allt að 20 stig fyrir austan

Veðurspáin í dag er annars þannig að spáð er sunnan 10 til 18 metrum á sekúndu, hvassast verður um landið norðvestanvert. Súld eða rigning verður, einkum vestanlands þar sem má búast við talsverðri eða mikilli úrkomu. Hiti verður á bilinu 10 til 14 stig. Það verður hægari vindur og þurrt á Austurlandi með hita að 20 stigum.

Á morgun verða sunnan og suðaustan 10-18 m/s og víða talsverð rigning, en úrkomulítið á norðaustanverðu landinu. Hiti verður á bilinu 12 til 20 stig, hlýjast verður norðaustanlands.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka