Bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, var sett í gær. Það verða hátíðarhöld um allan bæ og fullt af fjölbreyttum viðburðum í boði fyrir alla fjölskylduna, meðal annars tónleikar, útimarkaðir, íþróttaviðburðir og fleira.
Í kvöld munu íbúar safnast saman í götugrill áður en haldið er í skrúðgöngu og brekkusöng í Álafosskvos.
Í gær var sundlaugarkvöld og þá bauð Lágafellslaug fólki frítt í sund. Þangað mættu meðal annars Halla Hrekkjusvín og Solla Stirða úr Latabæ.
Á morgun munu fara fram stórtónleikar á Miðbæjartorgi þar sem landsþekktir listamenn munu stíga á svið og einnig heimafólk.