Hitinn kominn yfir 20 stig

Hitaspá klukkan 16 í dag.
Hitaspá klukkan 16 í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Hitinn hefur farið yfir 20 stig á nokkrum stöðum á Norðausturlandi í dag.

Á Egilsstaðaflugvelli og á Seyðisfirði var hitinn kominn í 21,1 stig og 20,5 á Hallormsstað eftir hádegi. Áfram er spáð góðu veðri á þessum slóðum á morgun þar sem hitinn getur náð 20 stigum.

Á vesturhelmingi landsins er ekki sömu söguna að segja. Búast má við talsverðri eða mikilli rigningu og til að mynda hefur mælst 70,7 millimetra úrkoma í Grundarfirði í dag. Gul viðvörun tók gildi tók í morg­un á Faxa­flóa, Breiðafirði og á Vest­fjörðum.

Búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóði og skriðuföllum.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert