Kona á sextugsaldri vann 78 milljónir í Lottó

Kona vann 78 milljónir og var eini vinningshafinn.
Kona vann 78 milljónir og var eini vinningshafinn. Ljósmynd/Colourbox

Kona á sextugsaldri var sú eina með allar tölurnar réttar í lottóútdrætti síðustu helgi og fékk fyrir vikið óskiptan fimmfaldan lottópott upp á rúmar 78 milljónir króna sem er einn stærsti lottóvinningur síðustu vikna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá. 

Þar er sagt frá því að konan hafði misst náin ástvin ekki alls fyrir löngu og var að vitja leiðisins í kirkjugarðinum. Þar tekur hún upp símann fyrir rælni og fer í Lottó-appið og velur sjálf talnaröð sem byggði á tengslum við hinn látna. 

„Það kom sérfræðingum Íslenskrar getspár raunar smá á óvart að vinningurinn skyldi ganga út því talnarunan á laugardaginn virtist við fyrstu sýn harla ólíkleg til að skila fyrsta vinningi vegna sérkennilegrar dreifingar á tölunum; en þær voru 1, 25, 27, 35 og 36,“ segir í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka