Líðan stúlkunnar sem hlaut lífshættulega áverka í stunguárásinni við Skúlagötu í Reykjavík á Menningarnótt er óbreytt. Hún er enn í lífshættu.
Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.
Sextán ára piltur var handtekinn í tengslum við málið en hann er grunaður um að hafa stungið þrjú ungmenni með hnífi.
Pilturinn var fyrr í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 26. september á grundvelli almannahagsmuna í Héraðsdómi Reykjavíkur.