Líðan stúlkunnar óbreytt

Líðan stúlkunnar er enn óbreytt.
Líðan stúlkunnar er enn óbreytt. mbl.is/Eggert

Líðan stúlk­unn­ar sem hlaut lífs­hættu­lega áverka í stungu­árás­inni við Skúla­götu í Reykja­vík á Menningarnótt er óbreytt. Hún er enn í lífs­hættu.

Þetta segir Grím­ur Gríms­son, yf­ir­lög­regluþjónn miðlægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, í samtali við mbl.is. 

Sex­tán ára pilt­ur var hand­tek­inn í tengsl­um við málið en hann er grunaður um að hafa stungið þrjú ung­menni með hnífi.

Pilturinn var fyrr í dag úr­sk­urðaður í áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald til 26. sept­em­ber á grund­velli al­manna­hags­muna í Héraðsdómi Reykjavíkur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert