Minna vatn er nú í grunnvatnskerfum á Suðvesturlandi og víðar en í meðalári. Andri Gunnarsson, verkefnastjóri vatnafars hjá Landsvirkjun, segir að ástandið hafi varað undanfarin tvö ár. Andri, sem vinnur að auðlindamati á meðal annars vatni og jöklum, segir um að ræða það sem Landsvirkjun hefur kallað krefjandi vatnsár.
„Það er alveg sama hvert þú ferð á suðvesturhálendið eða á svæðið ofan Þingvallavatns, það er minna vatn í þessum grunnvatnskerfum, sem útskýrist fyrst og fremst af því að það hefur verið minni úrkoma og minni hamagangur úr suðvestan- og suðaustanáttum, sérstaklega yfir veturinn og á haustin, og kaldir mildir vetur. Þetta er bara hluti af náttúrulegum breytileika í vatnafari á Íslandi og í sjálfu sér ekkert óeðlilegt og hefur alveg sést áður.“
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.