Reykvíkingar fengu mest 17,4 gráður

Fólk að sóla sig í Nauthólsvík.
Fólk að sóla sig í Nauthólsvík. mbl.is/Eyþór Árnason

Hitinn í Reykjavík þetta sumar náði mest 17,4 gráðum. Á þessari öld hafa aðeins þrjú ár ekki náð 18 gráðum. Hin árin eru 2022 og 2001.

Sex ár á þessari öld hafa ekki náð 20 gráðum, sem gerir aðeins um 28% tilvika.

Í skriflegu svari frá Kristínu Björg Ólafsdóttur, sérfræðingi á sviði veðurfarsrannsókna á Veðurstofu Íslands, kemur fram að í Reykjavík sé að meðaltali 1 dagur á ári þar sem hitinn mælist 20 gráður eða hærri. Til samanburðar eru slíkir dagar á Akureyri að meðaltali 8.

Hitinn náð 20 gráðum 28 sinnum síðan 1949

28 ár hafa náð 20 gráðum í Reykjavík síðan árið 1949. Það þýðir að hitinn hefur verið lægri en 20 gráður í rúmlega 63% tilvika á síðustu 76 árum.

Í svari Kristínar kemur fram að hitinn hafi náð 20 gráðum eða meira í sumar á sex veðurstöðvum, sem allar eru staðsettar á Norðaustur- eða Austurlandi.

Þær eru Bakkagerði, Egilsstaðaflugvöllur, Hallormsstaður, Húsavík, Möðruvellir í Hörgársveit við Eyjafjörð og Torfur í Eyjafjarðarsveit.

Hitinn í sumar náði mest 27,5 gráðum sem mældist þann 14. júlí á Egilsstaðaflugvelli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka