Reynir við 700 kílómetra ofurhlaup

Gunnar þarf að reyna sig í afar krefjandi aðstæðum.
Gunnar þarf að reyna sig í afar krefjandi aðstæðum. Ljósmynd/Aðsend

Ofurhlauparinn Gunnar Júlísson tekst þessa dagana á við ótrúlega áskorun í svissnesku Ölpunum. Þar tekur hann þátt í Swiss Peaks-hlaupinu en í því er nú í fyrsta sinn boðið upp á að hlaupa tæpa 700 kílómetra í hrikalegu umhverfi Alpanna.

Hlaupið var ræst við Genfarvatn síðdegis á mánudag að íslenskum tíma og hefur Gunnari gengið vel fram til þessa að sögn Sigrúnar Hermannsdóttur kærustu hans. „Svissnesku Alparnir eru ævintýralegir. Hann fer jafnvel mörgum sinnum á dag þúsund metra upp og svo aftur niður og ferðast nánast aldrei á jafnsléttu. Staðan á honum núna er ágæt. Hann er kominn með 170 kílómetra og 14.000 metra í uppsafnaðri hækkun,“ sagði Sigrún um miðjan dag í gær.

Swiss Peaks-hlaupið var fyrst haldið 2017 og þar er hægt að velja um margar vegalengdir. Í ár var kynnt til sögunnar þessi nýja vegalengd sem Gunnar hleypur. Nýtt 300 kílómetra hlaup bætist framan við hefðbundna 360 kílómetra leið sem hlaupin hefur verið til þessa. Áhugasamir þurftu að sækja um og bárust 300 umsóknir um 150 pláss. Gunnar var einn þeirra sem urðu fyrir valinu eftir að hlaupaskrá og reynsla umsækjenda var skoðuð.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert