„Það ber enginn meiri ábyrgð á stöðu flokksins en ég“

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. mbl.is/Eyþór

„Við tökum þessu mjög alvarlega og gerum okkur grein fyrir því að við þurfum að bretta upp ermar og sækja fram.“

Þetta sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra að ríkisstjórnarfundi loknum, um sögulega slakt fylgi Sjálfstæðisflokksins. 

„Ég tel að við getum skerpt á stefnumálum okkar og að þau eigi mjög góða hljómgrunn hjá þjóðinni. Það er ekki að skila sér og við því verður að bregðast.“

Flokkráðsfundur flokksins fer fram á morgun og segir Bjarni umræðu um þau stefnumál verða opnaða og að hann muni tala til sinna trúnaðarmanna þar.

Vandinn ekki bundinn við Sjálfstæðisflokkinn einann

Bera formenn ekki ábyrgð á fylgistapinu?

„Það ber enginn meiri ábyrgð á stöðu flokksins en ég sem formaður flokksins og ég gengst fyllilega við því. Ég hef nú má segja í þrígang lagt upp úr með að halda þessu stjórnarsamstarfi,“ segir Bjarni.

„Það verður ekki annað sagt en að það er mjög krefjandi verkefni að vera í þriggja flokka stjórn og vera með nokkuð ólíka flokka. Það er greinilegt að það fellur skuggi á helstu stefnumál þeirra flokka sem eiga aðild að stjórninni, því vandinn er ekki bundinn við Sjálfstæðisflokkinn einann.“

Getur bara skilað meiri árangri

Þegar rýnt er í Maskínu könnunina er ljóst að traust til þín persónulega, sérstaklega meðal kvenna, er lágt. Hvernig lýtur það við þér?

„Ég er í ríkisstjórn sem hefur sterkann meirihluta. Sá meirihluti byggir á góðri niðurstöðu úr síðustu kosningum. Næst verður kosi á næsta ári. Ég get ekki brugðist við þessari stöðu með neinum öðrum hætti en að skila af mér meiri árangri í því sem við höfum rætt um og lofað okkar kjósendum.“

Verkefni flokksmanna

Spurður hvort þörf sé á endurskoðun forystu flokksins líkt og Sigríður Á. Anderssen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, ýjaði að í samtali við RÚV, segir Bjarni það vera verkefni flokksmanna að stilla upp helstu trúnaðarmönnum í forystukjöri á landsfundi flokksins í febrúar. 

Ekki sé einungis mikilvægt að spyrja hverjir muni fara fremst í flokki heldur þurfi að fara að huga að því hvernig flokkurinn geti skerpt stefnumál sín og leitt öll kjördæmi landsins til sigurs í næstu kosningum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert