Umdeild tillaga stjórnarinnar

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. Ljósmynd/Aðsend

Talsverðrar óánægju virðist gæta hjá reyndum blaðamönnum í Blaðamannafélagi Íslands vegna breytingatillögu stjórnar félagsins sem lögð verður fyrir framhaldsaðalfund sem fyrirhugaður er hinn 4. september.

Tillagan fjallar um réttindi þeirra sem hafa hætt störfum vegna aldurs eða örorku. Til stendur að minnka möguleika þeirra til að hafa áhrif allverulega en rétt er að geta þess að 2/3 fundarmanna þurfa að samþykkja til að lagabreytingar ná fram að ganga.

Lagt er til að 2.3 grein í lögum Blaðamannafélagsins verði svohljóðandi: „Félagsmanni, sem hættir störfum vegna aldurs eða örorku, skal vera heimilt að vera áfram félagi hafi hann greitt félagsgjöld til félagsins næstliðna 6 mánuði áður en hann lét af störfum. Hann skal eftir það vera undanþeginn greiðslu félagsgjalda og hafa málfrelsi og tillögurétt á fundum félagsins en ekki atkvæðisrétt.“

Ekki náðist í formann félagsins, Sigríði Dögg Auðunsdóttur, í gær en á vef félagsins má finna rökstuðning frá stjórninni. Þar stendur:

„Með tillögunni er lagt til að eftirlaunaþegar og þeir sem láta af störfum vegna aldurs eða örorku hafi ekki atkvæðisrétt á fundum félagsins, m.a. við kjör stjórnar. Mat stjórnar er að það sé óeðlilegt að ótilgreindur fjöldi fyrrverandi blaðamanna hafi atkvæðisrétt um málefni félagsins, hver er þar í forsvari og hvernig kjaramálum sé háttað.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert