Virðist hafa dregið úr virkni eldgossins

Eldgosið við Sundhnúkagíga.
Eldgosið við Sundhnúkagíga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Virknin í eldgosinu við Sundhnúkagíga virðist vera aðeins minni en í gær en erfitt er að segja til um það vegna slæms skyggnis á svæðinu.

Tveir gígar eru virkir. Mjög góður gangur er í þeim stærri en virknin virðist hafa minnkað í þeim minni. Á sama tíma hafa gígbarmarnir hækkað.

Erfitt er að segja til um hvort hraunið hafi hreyft sig eitthvað í nótt, að sögn Bjarka Friis Kaldalóns, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands.

Mikið svifryk vegna gróðurelda

Mikið svifryk vegna gróðurelda hefur mælst suðvestanlands.

Um 15 til 20 metrar á sekúndu eru við Fagradalsfjall og sunnanátt. Rykið blæs m.a. yfir í Voga og Reykjanesbæ en mælist minna á höfuðborgarsvæðinu. Einnig hefur svifrykið mælst á Selfossi og í Hveragerði. Svifrykið er hættulegt fyrir viðkvæma einstaklinga og börn úti í vögnum, að sögn Bjarka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka