Gekk rakleiðis aftur inn á skemmtistaðinn

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Ari

Rétt fyrir klukkan 2 í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um mann sem var ofurölvi og var til ama utan við skemmtistað. 

Í dagbók lögreglu segir að starfsmenn staðarins óskuðu eftir aðstoð lögreglu.

Maðurinn var fluttur á lögreglustöð til viðræðna og honum gefið tækifæri til að ganga sína leið.

Maðurinn gekk hins vegar rakleiðis aftur á skemmtistaðinn og hélt áfram uppteknum hætti.

Hann var því handtekinn og vistaður í fangageymslu sökum ástands.

Árás náðist á myndband

Um hálf fimm í nótt barst tilkynning um hóp manna að ráðast á einn. 

Gerendur flúðu vettvang en atvikið náðist að hluta til á myndband og er í rannsókn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert