Getur ekki annað en brosað yfir Sigmundi Davíð

Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, ekki hafa komið hægra megin að sér í neinum málum þrátt fyrir að ýmsir „sófasérfræðingar“ lýsi honum sem hægri manni. 

Þetta kom fram í ræðu Bjarna á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins. 

Sama hvað þeir sérfræðingar kunni að spá til um sé það ljóst, að sögn Bjarna, að án Sjálfstæðisflokksins muni ríkisstjórn vinstriflokka taka við. 

„Ég heyri reyndar formann Miðflokksins segja okkur reka hér vinstristjórn. Ég get ekki annað en brosað að þessu,“ sagði Bjarni kíminn. 

Bjarni Benediktsson á flokksráðsfundinum í dag.
Bjarni Benediktsson á flokksráðsfundinum í dag. mbl.is/Ólafur Árdal

Trúir því að hann hafi fæðst í húsi sem hann byggði sjálfur

Hann sagði sér hafa farið vel á með Sigmundi á þeim tíma sem þeir unnu saman enda geti hann verið hnyttinn, fyndinn og jafnvel sérvitur.

„Hann borðar hrátt hakk og hefur gaman af mjög gömlum hlutum. Ég held í alvörunni að hann trúi því að hann hafi fæðst í húsi, sem hann sjálfur byggði, eftir skissum frá Guðjóni Samúelssyni.“

Vakti það athygli í landinu og ólgu innan Sjálfstæðisflokksins að Miðflokkurinn mældist með 15,3% fylgi í nýlegri Maskínu könnun en Sjálfstæðiflokkurinn mældist með innan við 13,9% fylgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert