Icelandair fellir niður innanlandsflug

Gular veðurviðvaranir eru í gildi.
Gular veðurviðvaranir eru í gildi. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Icelandair hefur aflýst öllu innanlandsflugi það sem eftir er dags vegna veðurs.

Þetta segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við mbl.is.

Hún segir að flug frá Reykjavík til Ísafjarðar sem fyrirhugað var fyrr í dag hafi verið fellt niður. Jafnframt hafi flug til Egilsstaða og Akureyrar seinni partinn verið fellt niður.

Aðspurð segist Ásdís flug vera á áætlun á morgun.

„Við vonumst til að geta komið farþegum á leiðarenda þá en við metum bara stöðuna,“ segir Ásdís.

Gular veðurviðvaranir eru í gildi víðsvegar um landið fram á morgundag.

Uppfært klukkan 21.02

Icelandair hefur bætt við tveimur flugferðum til Egilsstaða og tveimur til Akureyrar á morgun.

„Til þess að koma öllum farþegum sem áttu flug í dag á sinn áfangastað á morgun,“ segir Ásdís.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka