Vegfarendur mega gera ráð fyrir talsverðum vatnsflaumi á köflum um sunnan- og vestanvert landið í dag og að vöð á sunnanverðu hálendinu séu torfær.
Þetta segir í ábendingu frá Daníel Þorlákssyni, veðurfræðingi Vegagerðarinnar, til vegfarenda.
Segir sömuleiðis að hvöss sunnanátt verði á norðanverðu landinu og hviður víða um 30 m/s í vindstrengjum við fjöll, einkum á Snæfellsnesi nærri hádegi á morgun.