Ný framkvæmdastjórn Ungs jafnaðarfólks

Ný framkvæmdastjórn Ungs jafnaðarfólks. Frá vinstri: Kolbrún Lára Kjartansdóttir, Óli …
Ný framkvæmdastjórn Ungs jafnaðarfólks. Frá vinstri: Kolbrún Lára Kjartansdóttir, Óli Valur Pétursson, Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, Ármann Leifsson, Soffía Svanhvít Árnadóttir og Gunnar Karl Ólafsson. Á myndina vantar Söru Sigurrós Hermannsdóttur og Unu Maríu Óðinsdóttur. Ljósmynd/Aðsend

Ný framkvæmdastjórn Ungs jafnaðarfólks var kosin á landsþingi félagsins sem var haldið í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ungu jafnaðarfólki.

Framkvæmdastjórnin er skipuð þeim Kolbrúnu Láru Kjartansdóttur, Óla Val Péturssyni, Lilju Hrönn Önnudóttur Hrannarsdóttur, Ármanni Leifssyni, Soffíu Svanhvít Árnadóttur, Gunnari Karli Ólafssyni, Söru Sigurrós Hermannsdóttur og Unu Maríu Óðinsdóttur.

Verðlaunuðu Ingibjörgu Sólrúnu

Þá segir jafnframt að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur og utanríkisráðherra, hafi hlotið félagshyggjuverðlaun félagsins.

Þorgerður Jóhannsdóttir, fyrrverandi skrifstofustjóri Samfylkingarinnar, hlaut heiðursverðlaun félagsins.

Þá var ályktun um kjaramál ungs fólks á Íslandi samþykkt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert