„Sorrí Andri!“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra, sló á létta strengi á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag er hún ræddi fylgistap flokksins. 

„Fylgið okkar virðist vera að fara hraðar niður en vextirnir. Hugsanlega er eitthvað samhengi þar á milli. Lækkandi vextir eru það sem skiptir fólk mestu máli núna.“

Sagði ráðherrann að þrátt fyrir að fundurinn væri hvorki staður né stund fyrir aulabrandara yrði hún að deila sögu af aðstoðarmanni sínum til gamans.

Frá ræðu Áslaugar í dag.
Frá ræðu Áslaugar í dag. Skjáskot

Vildi ná fituprósentunni niður fyrir fylgið

„Aðstoðarmaðurinn minn setti sér fyrir nokkrum mánuðum síðan að ná fituprósentunni sinni fyrir neðan fylgi flokksins. Þetta leit alveg ágætlega út á tímabili en það er mjög langt í land í dag,“ sagði ráðherrann og uppskar mikinn hlátur í salnum.

„Sorrí, Andri!“

Lét ráðherrann ekki þar við staldra en hún hefur áður vakið athygli fyrir að slá á létta strengi í stjórnmálunum. Vék hún að þessu sinni máli sínu að finnsku ríkisstjórninni.

„Fyrst ég er byrjuð að tala um fituprósentu þá má líka nefna að ég las frétt um daginn um að finnska ríkisstjórnin væri komin með næringarfræðing. Hún heitir Minnka Skammtana.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka