Sumri að ljúka og jólin að nálgast

Landsmenn flykkjast á tónleika fyrir jólin og Emmsjé Gauti verður …
Landsmenn flykkjast á tónleika fyrir jólin og Emmsjé Gauti verður með Jülevenner í ÍR-höllinni. mbl.is/Árni Sæberg

Þegar er byrjað að auglýsa hina ýmsu jólatónleika og -hlaðborð, þótt enn séu 115 dagar til jóla og sumarið hafi varla byrjað.

Þykir ljóst að hörð samkeppni verður á meðal veitingamanna og skemmtikrafta landsins um hylli landsmanna, en algengt verð á jólahlaðborð að þessu sinni er um 16.000 krónur á mann.

Getur jólaskemmtunin því kostað drjúgan skilding fyrir hjón sem ákveða að fara á bæði hlaðborð og tónleika.

Farið er yfir nokkra af helstu viðburðum jólavertíðarinnar sem þegar hafa verið kynntir í Morgunblaðinu í dag, og má þar m.a. nefna að Sigga Beinteins mun halda sína jólatónleika í 15. sinn, en einnig verða góðkunnir tónlistarmenn á borð við Geir Ólafs og Friðrik Ómar stórtækir á jólatónleikamarkaðnum í ár. Þá kvikna Frostrósir aftur til lífsins, auk þess sem Bubbi Morthens mun halda Þorláksmessutónleikana sína í fertugasta sinn.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert