„Vandamálið er ekki fólkið hérna inni“

Guðlaugur Þór við ræðuhöld í dag.
Guðlaugur Þór við ræðuhöld í dag. Skjáskot/Youtube

„Við vitum að þetta er alvarleg staða,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, í upphafi ræðu sinnar á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins. 

„Við þurfum að horfast í augu við raunveruleikann og spyrja okkur, „hvers vegna höfum við tapað trausti?“ Og á því berum við öll ábyrgð – ekki síst við kjörnir fulltrúar,“ sagði Guðlaugur og vísaði þar til nýjustu kannanna um fygli flokksins. 

Hann sagði gildi Sjálfstæðismanna ættu mun meiri hljómgrunn meðal þjóðarinnar en núverandi fylgi flokksins segir til um. 

Þá sagði Guðlaugur mikilvægt að spyrja hvers vegna hægrimenn Íslands skipti sér á milli á að minnsta kosti þriggja flokka. 

„Vandamálið er ekki fólkið hérna inni – ekki fólkið í flokknum. Vandamálið er fólkið sem er ekki lengur hérna – ekki lengur í flokknum.“

Guðlaugur sagði flokkinn verða að snúa vörn í sókn. 

„Við höfum gert það áður og við gerum það aftur núna. Og við gerum það með því að vera trú sjálfstæðisstefnunni og standa saman.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert