Vignir vann sitt fyrsta alþjóðlega opna mót

Vignir Vatnar Stefánsson vann sitt fyrsta alþjóðlega stórmót í dag.
Vignir Vatnar Stefánsson vann sitt fyrsta alþjóðlega stórmót í dag. Ljósmynd/Aðsend

Stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson vann sigur á alþjóðlegu skákmóti sem lauk í dag á spænsku eyjunni Tenerife, að því er fram kemur í tilkynningu frá Skáksambandi Íslands.

Þar segir að í lokaumferðinni hafi hann unnið stigahæsta keppandann, georgíska stórmeistarann Merab Gagunashvili.

Var þetta fyrsti sigur Vignis á opnu alþjóðlegu móti en átta stórmeistarar tóku þátt í mótinu.

Lang stigahæstur

Vignir hlaut 7 og hálfan vinning í 9 umferðum og var hálfum vinningi fyrir ofan næsta mann, Mike Ivanov. 

Vignir er nú kominn með 2543 skákstig og er lang stigahæstur íslenskra skákmanna.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert