Vill færa út mörkin

Forsvarsmenn Reykjavíkurborgar hafa staðið gegn möguleikum nágrannasveitarfélaganna til að stækka byggingarland sitt. Þetta staðfestir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs í Spursmálum.

Segir hún borgarstjóra vinan gegn möguleikum sveitarfélaganna til þess að bjóða upp á meira lóðaframboð og að það byggi á samþykkt frá 2015 þar sem hverju og einu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu var veitt neitunarvald um mögulegar breytingar á svokölluðum vaxtarmörkum á svæðinu.

„Það blasir við að frá því að þessi vaxtarmörk voru sett árið 2015, að fólksfjölgunin hefur verið slík að forsendur eru brostnar. Það er þess vegna sem Kópavogsbær, Hafnarfjörður og Garðabær eru að undirbúa, og vilja stækka vaxtarmörkin.“

Hún segir að afstaða borgarinnar byggi á þeirri forsendu að með því að færa mörkin ekki út aukist líkurnar á því að þéttingarreitir verði fyrir valinu.

„Hann talaði fyrir því að uppbygging ætti bara að vera í kringum borgarlínuna. Sem þýðir að borgarstjóri er að tala fyrir því að uppbygging í Reykjavík verði bara á þéttingarreitum. Það mun taka tíma, það er kostnaðarsamara og það mun leiða til þess að við munum ekki ná jafnvægi á húsnæðismarkaði,“ segir Ásdís.

Spurð hvort hún hafi ekki gert útfærslu vaxtarmarkanna að skilyrði fyrir samþykkt samgöngusáttmála sem nú hefur tvöfaldast í verði á einu ári og stefnir í að kosti 311 milljarða, segir hún að ágreiningurinn sé ótengdur ríkissjóði, sem eigi aðild að sáttmálanum.

Nýj­asta þátt Spurs­mála má sjá og heyra í heild sinni hér að neðan. Ásdís Kristjáns­dótt­ir, bæj­ar­stjóri í Kópa­vogi, og Davíð Þor­láks­son, fram­kvæmda­stjóri Betri sam­gangna ohf., ræddu sam­göngusátt­mál­ann í þætt­in­um. Her­mann og Ólína fóru yfir frétt­ir vik­unn­ar. 



Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert