Opnunarviðburður Guls septembers var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag.
Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum, að því er segir í tilkynningu.
Þar segir að Ísland sé fyrsta landið í heiminum sem leggi undir heilan mánuð til þess að vekja athygli á geðrækt og sjálfsvígsforvörnum í samfélaginu.
Forseti Íslands, borgarstjóri og heilbrigðisráðherra voru meðal gesta í dag.