Bilun kom upp í innanlandsvél Icelandair

Flugvélin á Akureyri fyrr í dag.
Flugvélin á Akureyri fyrr í dag. mbl.is/Þorgeir

Millilandaflugvél af gerðinni Boeing 757 sótti og flutti farþega til Akureyrar í dag vegna bilunar sem kom upp í innanlandsflugvél Icelandair.

Þetta segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við mbl.is.

„Við settum upp aukaflug í dag vegna niðurfellingar í gær vegna veðurs. Það kemur upp bilun í einni af innanlandsvélunum okkar og þá tókum við ákvörðun um að setja Boeing 757 þotu til þess að koma farþegunum á leiðarenda í dag,“ segir Ásdís.

mbl.is greindi frá því í gær að Icelandair hafði fellt niður flug vegna veðurs en gular veðurviðvaranir voru í gildi víðs vegar um landið í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert