Draumurinn varð að veruleika

Von er á sirkushópi til landsins um næstu helgi. Kalabanté-sirkusinn …
Von er á sirkushópi til landsins um næstu helgi. Kalabanté-sirkusinn mun sýna í Eldborg listir sínar.

Loftfimleika- og sirkusmaðurinn Yamoussa Bangoura frá Gíneu í Afríku var staddur á flugvelli í París þegar blaðamaður náði tali af honum rétt áður en hann steig um borð í vél. Yamoussa er á ferð og flugi um heiminn með sirkushópi sínum, Kalabanté, en von er á honum til landsins um næstu helgi. Íslenskir áhorfendur eiga þá sannarlega von á flottri sýningu, en hópurinn blandar saman loftfimleikum, dansi og trumbuslætti, undir áhrifum frá daglegu lífi í Gíneu.

Eins og að sýna í fyrsta sinn

Yamoussa stofnaði Kalabanté-sirkushópinn árið 2007 en í honum eru 15-20 manns.

„Sýning okkar, Africa in Circus, er innblásin af daglegu lífi í Gíneu. Við notum dans og trommur og alls kyns loftfimleika,“ segir hann og segir sum atriðin geta verið hættuleg.

Það vantar ekkert upp á liðleikann!
Það vantar ekkert upp á liðleikann!

„Það getur ýmislegt gerst þegar maður er loftfimleikamaður í sirkus og maður þarf að vera andlega undirbúinn fyrir að slasa sig eða meiðast,“ segir hann.

„Í dag – og síðustu fimm ár – hef ég eingöngu starfað með Kalabanté-hópnum. Við höfum ferðast um gjörvallan heiminn. Við vorum að koma frá Skotlandi þar sem við héldum 23 sýningar og þar áður vorum við í London. Sýningarnar gengu rosalega vel og alls staðar fengum við fimm stjörnu gagnrýni. Fólk elskar sýninguna okkar!“

Yamoussa segist aldrei verða leiður á að sýna listir sínar.

Það er sannarlega von á miklu sjónarspili í Eldborg um …
Það er sannarlega von á miklu sjónarspili í Eldborg um næstu helgi.

„Sýningarnar eru ólíkar því það eru mismunandi áhorfendur. Mér líður alltaf eins og ég sé að sýna í fyrsta sinn. Ég hef heyrt að Harpa sé frábært hús og hlakka mikið til að sýna þar.“

Vil sýna menningu Gíneu

Þegar þú varst lítill drengur á ströndinni í Gíneu, dreymdi þig einhvern tímann um að þú myndir ferðast um heiminn með sirkushópi?

Yamoussa Bangoura frá Gíneu er forsprakki hópsins.
Yamoussa Bangoura frá Gíneu er forsprakki hópsins.

„Já, mig dreymdi um það en fyrsti draumur minn var að verða atvinnumaður í fótbolta. En um leið og ég byrjaði að æfa loftfimleika varð ég algjörlega heillaður. Ég vissi þá að einn daginn myndi ég ferðast um allan heiminn og sýna. Og það hefur ræst! Við höfum farið til Ástralíu og víða um Bandaríkin og út um allt.“ 

Ítarlegt viðtal er við Yamoussa í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka