Það dregur úr úrkomu með morgninum en gul viðvörun er enn í gildi víða um landið. Hún gengur úr gildi síðdegis í dag.
Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að spáð sé sunnanátt, 10-18 m/s, í dag.
Yfirleitt bjart og þurrt á Norðausturlandi, en bætir heldur í vind þar í dag.
Hiti verður á bilinu 12 til 22 stig, hlýjast norðaustantil.
Á morgun er spáð hægum vindi, víða sunnan gola síðdegis og dálítil væta með köflum í flestum landshlutum. Heldur svalara en í dag.