Elska að tala um hvali

Eilidh frá Skotlandi rannsakar háhyrninga við Íslandsstrendur og segir það …
Eilidh frá Skotlandi rannsakar háhyrninga við Íslandsstrendur og segir það sína köllun. mbl.is/Ásdís

Hin skoska Eilidh Sut­herland O'Brien fékk áhuga á hvöl­um tveggja ára göm­ul. Sá áhugi dvínaði aldrei og hyggst nú Eilidh fara í doktors­nám þar sem hún vill rann­saka há­hyrn­inga ofan í kjöl­inn.

Við hitt­umst eft­ir lok­un Hvala­safns­ins úti á Granda þar sem hún vinn­ur, en Eilidh fær aldrei nóg af því að tala um hvali. Hún er með meist­ara­gráðu í sjáv­ar­líf­fræði frá hinum heims­fræga há­skóla St. Andrews og hef­ur stundað rann­sókn­ir á hvöl­um, og þá aðallega há­hyrn­ing­um sem eru í sér­legu upp­á­haldi.

Ákvað ævi­starfið fimm ára

Hvenær kviknaði þessi áhugi á sjáv­ar­spen­dýr­um?

„Ég man það ekki því ég man ekki eft­ir að hafa ekki haft áhuga á þeim. Ég var kannski tveggja ára þegar áhug­inn kviknaði fyrst, en vin­ur for­eldra minna málaði vegg­mynd í her­bergið mitt af höfr­ungi og und­ir­heim­um sjáv­ar­s­ins. Þannig að ég ólst upp með þessa mynd fyr­ir aug­un­um og á svipuðum tíma sá ég líka teikni­mynd­ina um Nemo. Ég var fimm ára þegar ég til­kynnti for­eldr­um mín­um að ég ætlaði að verða sjáv­ar­líf­fræðing­ur og ég skipti aldrei um skoðun eft­ir það.“

Námið í Skotlandi var fimm ár og endaði Eilidh með meist­ara­gráðu, en hyggst nú sækja um styrki til að geta stundað doktors­nám við Há­skóla Íslands. Þegar hún hafði verið nokk­ur ár í nám­inu kom hún hingað í skipti­nám í eitt ár. Hér á landi kynnt­ist hún kær­asta sín­um, tón­list­ar­mann­in­um og tón­smíðanem­an­um Starra Holm.

Eft­ir skipti­árið þurfti Eilidh að fara aft­ur til Skot­lands til að klára námið og eft­ir það flutti hún aft­ur til Íslands. Hún seg­ist rétt hafa „sloppið“ inn áður en Brex­it skall á.

„Ég fékk svo vinnu hér á safn­inu sem hef­ur verið frá­bært, enda elska ég að tala um hvali og hér fæ ég greitt fyr­ir það!“ seg­ir hún og hlær.

„Ég er einnig að rann­saka há­hyrn­inga með rann­sókn­art­eymi í Vest­manna­eyj­um og fer þangað mánuð á hverju sumri. Þessi rann­sókn hef­ur verið í gangi nán­ast frá 2008 og ég hef verið þar nú fjög­ur sum­ar í röð.“

Mjög flink­ir að drepa

„Há­hyrn­ing­ar heilla mig rosa­lega,“ seg­ir Eilidh sem verður ansi hrif­inn þegar hún heyr­ir að blaðamaður hafi hitt Keikó á sín­um tíma þegar hann kom til Vest­manna­eyja, en hann var ein­mitt há­hyrn­ing­ur eins og flest­ir muna.

Spurð hvað heilli hana svona við há­hyrn­inga, svar­ar hún:

„Allt við þá heill­ar mig. Þá má finna um all­an heim og þeir eru efst­ir í fæðukeðjunni; sann­kölluð rán­dýr. Hér á landi veiða þeir aðallega síld en í Suður Afr­íku hafa þeir veitt há­karla. Þeir eru svaka­leg­ir „veiðimenn“ og veiða annað hvort ein­ir eða í hóp­um. Þeir hafa verið þekkt­ir fyr­ir að veiða meira að segja steypireyð, stærstu skepnu heims!“ seg­ir Eilidh og seg­ir þá ekki drepa fólk, en á ensku heita há­hyrn­ing­ar Orca, eða Killer whales; semsagt dráps­hval­ir.

Háhyrningar eru í uppáhaldi hjá Eilidh sem tók þessa mynd …
Há­hyrn­ing­ar eru í upp­á­haldi hjá Eilidh sem tók þessa mynd í einni af rann­sókn­ar­ferðum sín­um í Vest­manna­eyj­um. Ljós­mynd/​Eilidh O’Brien/​Icelandic Orca Proj­ect

„Hvað sem þú kall­ar þá, þá eru þeir mjög flink­ir í að drepa,“ seg­ir hún og bros­ir.

„Hér á landi halda há­hyrn­ing­ar sig aðallega á milli Vest­manna­eyja og Snæ­fells­nes og elta þá fæðuna.“

Við deil­um áhuga á veðrinu

Eilidh er al­sæl á Íslandi og seg­ir margt líkt með Skot­um og Íslend­ing­um. Hún hef­ur eign­ast fjöl­marga vini hér, bæði er­lenda og ís­lenska.

Eilidh seg­ir margt líkt með Íslend­ing­um og Skot­um. 

„Í báðum lönd­um er sami þurri, svarti húm­or­inn. Svo deil­um við áhuga á veðrinu og töl­um stans­laust um veðrið,“ seg­ir hún og hlær.

Eilidh hef­ur fundið sinn stað í líf­inu, enda alltaf vitað hvert hún vildi stefna.

„Mig dreym­ir um að vinna hér við rann­sókn­ir á há­hyrn­ing­um en það er hægt að rann­saka þá enda­laust, á meðan fjár­magn er til. Á meðan ég bíð eft­ir því, vinn ég hér í Hvala­safn­inu og fræði fólk um hvali. En rann­sókn­ir heilla mig mest og ég hlakka til að fást við þær í framtíðinni. Það er mín köll­un.“

Ítar­legt viðtal er við Eilidh í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert