Fengu ábendingar um hefndaráform

Lögregla segir orðróm gærkvöldsins og árásina á föstudagskvöld ekki tengjast.
Lögregla segir orðróm gærkvöldsins og árásina á föstudagskvöld ekki tengjast. Samsett mynd/Eggert Jóhannesson/Aðsend

Mik­il viðvera lög­reglu á hátíðinni Í tún­inu heima í Mos­fells­bæ í gær­kvöldi tengd­ist orðrómi um mögu­leg­ar hefnd­araðgerðir vegna stungu­árás­ar­inn­ar á Menn­ing­arnótt sem leiddi til and­láts sautján ára stúlku, Bryn­dís­ar Klöru Birg­is­dótt­ur.

Þetta staðfest­ir Hjör­dís Sig­ur­bjarts­dótt­ir, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn, en hún seg­ir orðróm­inn ekki tengj­ast at­b­urðum föstu­dags­kvölds­ins þar sem hnífi var beitt í lík­ams­árás á hátíðinni. 

„Það ger­ist á föstu­dags­kvöld­inu, orðróm­ur­inn var að það myndi eitt­hvað ger­ast um laug­ar­dags­kvöldið.“

Aðspurð seg­ir hún lög­reglu ekki telja árás­ina á föstu­dags­kvöldið og árás­ina á Menn­ing­arnótt tengj­ast.

Orðróm­ur­inn óljós

Hún tek­ur fram að orðróm­ur­inn hafi verið afar óljós og fyrst byrjað að ber­ast lög­reglu af ein­hverju viti á laug­ar­dag­inn. Ábend­ing­ar hafi ekki beinst að til­tekn­um ein­stak­ling­um.

Lög­regla hafi verið með mikla viðveru á hátíðinni í kjöl­farið í sam­starfi við skipu­leggj­end­ur, gæsluliða og Flot­ann - flakk­andi fé­lags­miðstöð, sem hafi verið afar sýni­leg á staðnum.

„All­ir sem að þessu koma juku bara aðeins við og við telj­um að það hafi orðið til þess að þetta fór vel fram,“ seg­ir Hjör­dís.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert