Hnífi beitt á bæjarhátíð í Mosfellsbæ

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Líkamsárás varð á hátíðinni Í túninu heima í Mosfellsbæ á föstudag þar sem hnífi var beitt.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu og segir að árásarþoli hafi sloppið við áverka þó að fatnaður hafi skorist.

Gerandi náðist ekki og hefur lögregla ekki upplýsingar um hann að svo stöddu.

Nokkuð um unglingadrykkju

Lögregla var með talsverðan viðbúnað vegna hátíðarinnar en í gær fóru fram stórtónleikar á Miðbæjartorgi.

Segir í dagbókinni hafi verið nokkuð um unglingadrykkju og stimpingar milli ungmenna.

Er dagbókin var send út rétt eftir klukkan fimm höfðu engar alvarlegar líkamsárásir átt sér stað. Segir þó að talsverður verkefnafjöldi fylgdi hátíðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka