Minniháttar líkamsárásir og ölvun

Varðstjóri segir mest hafa borið á ölvun á XXX Rottweiler …
Varðstjóri segir mest hafa borið á ölvun á XXX Rottweiler tónleikunum á föstudagskvöld. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

María Borg Gunnarsdóttir, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, segir nokkuð hafa borið á ölvun og reytingi á Akureyrarvökunni um helgina, einna helst á tónleikum XXX Rottweilerhunda.

„Þetta var náttúrulega stærri en almennt ekki stærri mál. Bara mikið af fólki og mikið um að vera.“

Segir María mest hafa borið á atvikum tengdum ölvun og skemmtanahaldi ásamt minniháttar líkamsárásum. Einhverjir hafi verið handteknir í kjölfarið.

„Það var kannski mest tengt Rottweiler tónleikunum. Það var mikil ölvun þar,“ segir María sem var sjálf tónleikagestur. 

Spurð hvort vopnaburður hafi verið áberandi um helgina segir María minna hafa borið á vopnum en um síðustu helgi þegar svér­sveit Ak­ur­eyr­ar var kölluð út vegna ungs drengs sem hafði ógnað öðrum börn­um með hníf.

Emmsjé Gauti á tónleikunum í íþróttahöllinni á Akureyri á föstudagskvöld.
Emmsjé Gauti á tónleikunum í íþróttahöllinni á Akureyri á föstudagskvöld. mbl.is/Þorgeir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert