Rafmagn er komið á að nýju í Hafnarfirði. Frá þessu greindu HS Veitur á Facebook klukkan 14.30.
Rétt fyrir klukkan níu í morgun varð rafmagnslaust í hluta Hafnarfjarðar og á Álftanesi vegna bilunnar. Rafmagn komst á um hálftíma síðar alls staðar nema í Vesturbæ Hafnarfjarðar.
HS veitur segja hins vegar að viðgerð sé ekki lokið og að rafmagn sé nú framleitt með varaafli. Áætlað er að viðgerð ljúki í kvöld.
„Er þess farið á leit við viðskiptavini á afmörkuðu svæði í Hafnarfirði að fara sparlega með rafmagnið á meðan á þessu stendur,“ segir í tilkynningunni.