Rafmagnslaust er í Hafnarfirði, Álftanesi og stórum hluta Garðabæjar vegna háspennubilunar.
Á vef Veitna segir að unnið sé að viðgerð.
Uppfært 9:40:
HS Veitur dreifa rafmagni á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá þeim er verið að vinna í málinu.
Uppfært 9:45:
Í Facebook-færslu HS Veitna segir að rafmagn sé komið á allt nema Vesturbæ Hafnarfjarðar.