Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning rétt fyrir klukkan 10 í gærkvöldi um mann með kylfu utan við krá í miðbænum sem var að ráðast að fólki.
Í dagbók lögreglu segir að maðurinn hafi verið handtekinn og fluttur á lögreglustöð.
Þar var skýrsla tekin af honum vegna málsins.
Rétt fyrir klukkan 2 í nótt varð einstaklingur valdur að umferðaróhappi og reyndi að ganga brott af vettvangi.
Einstaklingurinn fannst skammt frá og var vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.